Mac Mail

1. Farið inn á stjórnborð pósthólfa
Opnið Mac Mail og farið í „Mail“ sem er í valstikunni efst á skjánum, og veljið „Preferences...“


2. Uppsetning á nýju pósthólfi
Þegar komið er inn á stjórnborðssíðuna fyrir pósthólfin er smellt á plúsinn sem er staðsettur neðst í vinstra horni.


3.1 Pósturinn settur upp
Nú er hægt að hefjast handa við að setja inn allar viðeigandi upplýsingar fyrir pósthólfið.


3.2 Pósturinn settur upp
Á þessari síðu er sett inn:

    Hvort nota eigi POP eða IMAP til að meðhöndla póst
    Lýsandi nafn á pósthólfinu (getur verið hvað sem er)
    Póstþjóninn sem tengjast á
    Notendanafn og lykilorð


3.3 Pósturinn settur upp
Hér er hægt að velja hverskonar læsingu póstþjónninn notar. Á póstþjónum Nethysing er það Password.
ATH! Ekki haka við „Use Secure Socket Layer (SSL)“


3.4 Pósturinn settur upp
Hér er settur inn sá póstþjónn sem á að senda póst út í gegnum.

    Setjið inn lýsandi nafn fyrir póstþjóninn (getur verið hvað sem er)
    Setjið inn slóð þjónsins (mail.þitt-lén.is fyrir Nethysing)
    Hakið við „Use Authentication“ og skrifið inn notendanafn og lykilorð í viðeigandi reiti


3.5 Pósturinn settur upp
Hér er hægt að velja hverskonar læsingu póstþjónninn notar á póst sem á að senda út. Hjá Nethysing er „Password“ valið.


3.6 Pósturinn settur upp
Á síðustu síðunni er hægt að fara yfir þær upplýsingar sem slegnar voru inn. Staðfestið að upplýsingarnar séu réttar og smellið svo á „Create“ til að klára uppsetningu.


4. Útþjónn rétt stilltur
Nú þarf að setja inn réttar stillingar fyrir útsendingarþjón svo hægt sé að senda bréf án vandræða. Smellið á bláa reitinn við hlið gluggans sem er merktur „Outgoing Mail Server (SMTP)“ og veljið svo „Edit server list...“


4.1 Útþjónn rétt stilltur
Á stillingarsíðu útþjóns skal gera eftirfarandi:

    Veljið réttan þjón (mail.þitt-lén.is)
    Smellið á „Advanced“ við hlið „Account information“
    Setjið bláa punktinn í „Use Custom Port“ og ritið inn töluna 587
    Gangið úr skugga um að „Authentication“ sé „Password“
    Ritið inn notendanafn og lykilorð í viðeigandi reiti.

Smellið svo á „OK“ til að klára.


Að lokum
Þá ætti uppsetningu að vera lokið og hægt að senda og sækja póst.
  • 0 Notendum fannst þetta nothæft
Hjálpaði þetta svar?

Sambærilegar greinar

Framsenda Vef

Til að áframsenda vef á annan vef er þetta hægt að gera.   Fyrst búa til skjal sem heitir...

Outlook Express 5 uppsetning (Mac OS 9)

Hér eru uppsetningarleiðbeiningar fyrir Microsoft Outlook Express í Apple Machintosh OS 9. Opna...

Uppsetning FrontPage 2003

Til að tengjast vefsvæði með Frontpage þarf fyrst að velja eftirfarandi. Velja File og síðan...

Uppsetning Outlook Express

Opna uppsetningargluggann Til að opna uppsetningargluggann í Outlook 2000 skal opna "Tools" og...

Uppsetning Outlook 2003

Til að nota póstkerfi Vefhýsingar með Outlook 2003 þarf að gera eftirfarandi: Fara í Tools og...